01.10.24 - 30.11.24
sýnendur · exhibitors: Arkitektafélag Íslands · Architects Association of Iceland
tímabil · period: 01.10.24 - 30.11.24
Á sýningunni Fortíðarsmellur eru til sýnis munir úr geymslu Arkitektafélags Íslands (AÍ) sem hafa stutta viðkomu í Arctic Space á leið sinni á Þjóðskjalasafn Íslands.
Meðal gripa sem prýða rýmið eru sýningarspjöld sem gerð voru fyrir sýningu AÍ í Helsinki árið 1987. Spjöldin kynna samtímaverk íslenskra arkitekta og sýna helstu stefnu og strauma á Íslandi á þeim tíma.
Einnig má finna samansafn af niðurstöðum dómnefnda fjölmargra samkeppna sem haldnar hafa verið í samvinnu við AÍ, auk fjölda ljósmynda úr sögu AÍ.
Í bóksölu Arctic Space er hægt að nálgast síðustu eintökin af tímaritum sem AÍ hefur staðið að, eins og AT, Arkitektúr og Byggingalistin, og í glugganum gefur að líta dæmi um sýningaskrár og boðsmiða frá sýningum og fyrirlestrum sem AÍ hefur staðið fyrir í gegnum árin.
· English ·
Blast from the Past showcases items from the storage of the Architects Association of Iceland (AÍ). The historic memorabilia are making a brief stop at Arctic Space on their way to the National Archives of Iceland.
Among the pieces featured in the exhibition are presentation boards created for an exhibition held by AÍ in Helsinki in 1987. These boards present contemporary works of Icelandic architects and showcase the main trends and movements in Iceland at that time.
A collection of jury decisions from numerous competitions held in collaboration with AÍ throughout its history will also be accessible for guests to enjoy along with photos from various events by AÍ.
In Arctic Space bookstore you will find remaining issues of AÍ publications such as AT magazine, Aritektúr and Byggingalistin, and in the window we have various exhibition catalogues and invitations from exhibitions and lectures organised by AÍ over the years are on display.
myndir frá sýningunni · photos from the exhibition