02.05.24 - 15.08.24
sýnendur · exhibitors: Ævar Harðarson, arkitekt FAI
tímabil · period: 02.05.24 - 15.08.24
Hugmyndin að þessu verkefni sem kallað er FAXI varð til fyrir nærri fjórum áratugum. Markmiðið var að kanna hvort skapa mætti áhugaverðan arkitektúr úr efniviði sem tengist hvölum og hvalveiðum. Þá geysaði hávær umræða á Íslandi um hvort það ætti að friða eða veiða hvali. Árið 1988 rakst höfundur síðan á fjölda þjóðsagna þar sem hvalir komu við sögu og útskýrðu fjölmörg örnefni eins og Hvalsnes, Faxaflóa, Hvalfjörð og Hvalvatn. Samnefnari í þessum sögum var þjóðsagan um FAXA. Mikilvægur þáttur var að undir tignarlegum hlíðum Þyrils í Hvalfirði stendur síðasta stórhvalaveiðistöð veraldar. Tilgangurinn með að kynna þetta tæplega 40 ára verkefni í dag er sá sami og í upphafi enda fátt breyst í þessari umræðu á Íslandi.
Ævar Harðarson er með meistaragráðu í arkitektúr og skipulagsfræðum frá Arkitektaháskólanum í Osló og doktorsgráðu frá arkitektadeild NTNU í Þrándheimi. Tilefni sýningarinnar er 67 ára afmæli höfundar 2. maí, en þá getur hann lögum samkvæmt sest í „helgan stein“ og tekið til við að skipuleggja hinn óumflýjanlega lokakafla og undanhaldið mikla.
Þegar sýningunni líkur kemur út bókin FAXI Ferðasaga hugmyndar. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa bókina geta skráð sig á áskriftarlistann sem finna má hér. Allar upplýsingar um verkefnið eru að finna á heimasíðunni; Faxholt.is.
· English ·
The idea for this project, called FAXI, was born nearly four decades ago. The goal was to investigate whether interesting architecture could be created from materials related to whales and whaling. Then there was a great debate in Iceland about whether whales should be protected or hunted. In 1988, the author then came across a number of legends where whales were involved and explained the many names of places such as Hvalsnes, Faxaflói, Hvalfjörður and Hvalvatn. What these stories had in common was the legend of FAXI. An important factor was that under the majestic slopes of Þyril in Hvalfjörður stands the last great whaling station in the world. The purpose of presenting this almost 40-year-old project today is the same as at the beginning, as little has changed in this discussion in Iceland.
Ævar Harðarson has a master's degree in architecture and planning from AHO in Oslo and a PhD from the Faculty of Architecture of NTNU in Trondheim. The occasion for this exhibition is the author's 67th birthday on May 2nd when he can legally "call it a day" and start planning the inevitable final chapter and the great retreat.
When the exhibition ends, the book FAXI JOURNEY OF AN IDEA will be published.
All information about the project can be found on the website; Faxholt.is.